Verndarsvæði í byggð

á Ísafirði

Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri

 

Um verkefnið

 

Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri búa yfir einstöku svipmóti og menningarsögu og falla vel að markmiðum laga um verndarsvæði í byggð, sem eru að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. 

Ísafjarðarbær fékk styrk úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um að Neðstikaupstaður og gamli bærinn verði gerð að verndarsvæði í byggð á grundvelli nýlegra laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Verndarsvæði í byggð er skilgreint í lögunum sem „afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra á grundvelli laga þessara". Afmörkun svæðisins sem um ræðir sést með bláu á myndinni hér til hliðar.

Til að vinna að framangreindri tillögugerð skipaði sveitarfélagið stýrihóp og fékk ráðgjafarfyrirtækið Alta sér til aðstoðar. Í stýrihópnum sitja fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Byggðasafns Vestfjarða og vinnur hópurinn í samráði við Minjastofnun Íslands. 

afmorkun.jpg
Ísafjörður 2018-09-18 011.jpg

Í verkefninu felst að meta varðveislugildi byggðarinnar, móta sýn og útbúa skilmála um verndun til að viðhalda og styrkja einkenni byggðar og staðaranda svæðisins í samræmi við Leiðbeiningar Minjastofnunar um mótun tillögu að verndarsvæði í byggð. Það verði gert undir leiðsögn stýrihóps og í samráði við hagsmunaaðila, á grundvelli leiðbeininga Minjastofnunar.

Verkefnið felst í að vinna tillögu að verndarsvæði ásamt greinargerð þar sem færð eru rök fyrir tillögunni í samræmi við leiðbeiningar Minjastofnunar Íslands. Þessi vefur er kynningarvefur um verkefnið og framgang þess.

Hér á vef Minjastofnunar má finna gagnlegt efni sem tengist verndarsvæðum í byggð.

Kynning á tillögu á vinnslustigi

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir vinnslutillögu að verndarsvæði í byggð fyrir gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstakaupstað á Ísafirði, í samræmi við 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

 

Tillagan er birt hér í 2 vikur, frá 9. nóvember til og með 23. nóvember.

 

Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér vinnslutillöguna og senda ábendingar á netfangið skipulag@isafjordur.is fyrir 23. nóvember 2021.

 

Hér má finna vinnslutillöguna.

 

Hér má finna glærukynningu þar sem farið er yfir aðdraganda, helstu forsendur og meginatriði vinnslutillögunnar (kynningin er um 30 mín. að lengd).

IMG_2226.jpg
942315_edited.jpg

Umsjón og ráðgjöf

Verkefnið er unnið í umsjón stýrihóps þar sem í eru m.a. fulltrúar  Ísafjarðarbæjar og Byggðasafns Vestfjarða.

Fulltrúar í stýrihópi eru: 
Heiða Jack, skipulagsfulltrúi

Axel Rodriquez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Helga Þuríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri

Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.

Bragi Bergson, sagnfræðingur, ritstýrir húsakönnun fyrir svæðið.

Ráðgjafarfyrirtækið Alta sér um tillögugerð og verkefnisstjórn.