top of page

Verndarsvæði í byggð

á Ísafirði

Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri

Um verkefnið

Um verkefnið

 

Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Skutulsfjarðareyri búa yfir einstöku svipmóti og menningarsögu og falla vel að markmiðum laga um verndarsvæði í byggð, sem eru að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. 

Ísafjarðarbær fékk styrk úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um að Neðstikaupstaður og gamli bærinn verði gerð að verndarsvæði í byggð á grundvelli nýlegra laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Verndarsvæði í byggð er skilgreint í lögunum sem „afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra á grundvelli laga þessara". Afmörkun svæðisins sem um ræðir sést með bláu á myndinni hér til hliðar.

Til að vinna að framangreindri tillögugerð skipaði sveitarfélagið stýrihóp og fékk ráðgjafarfyrirtækið Alta sér til aðstoðar. Í stýrihópnum sitja fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Byggðasafns Vestfjarða og vinnur hópurinn í samráði við Minjastofnun Íslands. 

afmorkun.jpg
Ísafjörður 2018-09-18 011.jpg

Í verkefninu felst að meta varðveislugildi byggðarinnar, móta sýn og útbúa skilmála um verndun til að viðhalda og styrkja einkenni byggðar og staðaranda svæðisins í samræmi við Leiðbeiningar Minjastofnunar um mótun tillögu að verndarsvæði í byggð. Það verði gert undir leiðsögn stýrihóps og í samráði við hagsmunaaðila, á grundvelli leiðbeininga Minjastofnunar.

Verkefnið felst í að vinna tillögu að verndarsvæði ásamt greinargerð þar sem færð eru rök fyrir tillögunni í samræmi við leiðbeiningar Minjastofnunar Íslands. Þessi vefur er kynningarvefur um verkefnið og framgang þess.

Hér á vef Minjastofnunar má finna gagnlegt efni sem tengist verndarsvæðum í byggð.

Auglýsing tillögu að verndarsvæði í byggð

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýstil tillöguna að verndarsvæði í byggð fyrir gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstakaupstað formlega frá 25. ágúst til 7. október 2022, í samræmi við 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Hér má finna tillöguna.

Húsakönnunin er mikilvæg forsenda í vinnu við mótun tillögu að verndarsvæði í byggð.  Bragi Bergsson, sagnfræðingur, ritstýrði uppfærslu húsakönnunar með varðveislumati fyrir svæðið, en í vinnunni við gerð hennar tóku þátt Jóna Símonía Bjarnadóttir, Helga Þuríður Magnúsdóttir, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.

 

Hér má finna húsakönnunina. 

IMG_2226.jpg
942315_edited.jpg

Umsjón og ráðgjöf

Verkefnið er unnið í umsjón stýrihóps þar sem í eru m.a. fulltrúar  Ísafjarðarbæjar og Byggðasafns Vestfjarða.

Fulltrúar í stýrihópi eru: 
Axel Rodriquez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Helga Þuríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri

Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.

Bragi Bergson, sagnfræðingur, ritstýrði húsakönnun fyrir svæðið.

Ráðgjafarfyrirtækið Alta sér um tillögugerð og verkefnisstjórn.

Contact
bottom of page