top of page

Gögn

Fornleifaskráning

Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur, skráði í byrjun árs 2019 minjar í Ísafjarðarbæ vegna verkefnisins. Fornleifaskráning var gerð fyrir Ísafjarðarbæ árið 2002 og liggur sú skráning til grundvallar
fyrir þessa skráningu. Fornleifaskráninguna má finna hér

Ísafjörður - Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Eyrinni. Húsakönnun.

Húsakönnun er grundvallargagn í vinnu við mótun verndarsvæði í byggð. Bragi Bergsson ritstýrði uppfærslu húskönnunar vegna verkefnisins. Húskönnunina má finna hér

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 

Húsaþyrpingin í Neðstakaupstað og á Skutulsfjarðareyri hverfisvernduð samkvæmt gildandi aðalskipulagi. 

Neðsti 1885.jpg
Isafj. eyrin öll copy.jpg
Hæstikaupstaður1 1900.jpg

Söguágrip

Ísafjörður er með elstu kaupstöðum landsins en hann tekur að byggjast strax á 18. öld með tilkomu verslunar í Neðstakaupstað. Fyrir var prestsetrið Eyri sem stóð efst á eyrinni. Smátt og smátt jókst byggðin þó allt fram til ársins 1830 væri hún bundin við kaupstaðina þrjá, Neðsta-Mið og Hæstakaupstað. Þeir myndast með þeim hætti að verslanir fá úthlutað lóðum eftir að einokun var aflétt og reyndu þá að vera ekki nær hverri annarri en nauðsyn krafði. Þannig byggja norðmenn Hæstakaupstað árið 1788 sem lengst frá dönsku kaupmönnunum í Suðurtanga og þegar Sönderborgarmenn koma árið 1816 fá þeir lóð þarna á milli. Iðnaðarmenn og verkafólk tekur að flytja til bæjarins um miðja 19. öld og byggðu sér lítil hús milli reitanna sem verslanirnar þurftu til að þurrka saltfisk. Lífið á Ísafirði var salfiskur og allir sem vettlingi gátu valdið unnu við verkunina með einum eða öðrum hætti. Þetta setti mark sitt á uppbyggingu bæjarins þar sem samfelld byggð húsa myndast  á milli Hæsta- og Miðkaupstaðar. Samhliða þessu eykst þjónustan og þar með lífsgæði þeirra sem setjast að á mölinni. Hver verslun átti sína bryggju sem lá út í Pollinn sem setti líka mark sitt á byggðina þar sem brautir urðu að liggja að hverri bryggju til útskipunar.

Alþýðan byggði þétt en sama verður ekki sagt um embættismenn sem taka að flytja til bæjarins með auknum umsvifum. Þannig tekur byggðin að teygja sig upp eftir eyrinni, inn á svæði Eyrarklerks, upp úr miðri 19. öld þar sem rís m.a. hús sýslumannsins.  Smátt og smátt byggist efri hluti eyrarinnar og þegar verslun og fiskverkun tekur breytingum að loknu fyrra stríði minnkar reitaplássið og byggðin á neðri hluta eyrarinnar teygir úr sér. ​

 

Heimild: Saga Ísafjarðar I. Bindi 

Myndir

Hér má sjá ýmsar myndir af húsunum á svæðunum. Flestar myndirnar eru teknar af Braga Bergsyni sumarið 2020 en einnig nokkrar af Alta árið 2018.

bottom of page