- Verndarsvæði í byggð
Kynning á tillögu á vinnslustigi
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir vinnslutillögu að verndarsvæði í byggð fyrir gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstakaupstað á Ísafirði, í samræmi við 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Tillagan er birt hér í 2 vikur, frá 9. nóvember til og með 23. nóvember.
Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér vinnslutillöguna og senda ábendingar á netfangið skipulag@isafjordur.is fyrir 23. nóvember 2021.
Hér má finna vinnslutillöguna.
Hér má finna glærukynningu þar sem farið er yfir aðdraganda tillögunnar, helstu forsendur og meginatriði vinnslutillögunnar (kynningin er um 30 mín. að lengd).
